Skip to main content

Forsetahjónin taka strikið til Fjarðabyggðar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. feb 2023 09:48Uppfært 28. feb 2023 09:54

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid, forsetafrú, munu leggja land undir fót þann 13. apríl næstkomandi. Nánar tiltekið í opinbera heimsókn í Fjarðabyggð.

Um verður að ræða þriggja  daga heimsókn forsetahjónanna í sveitarfélagið í kjölfar Páskavikunnar, frá 13. apríl til 15. apríl, og stefna hjónin á að heimsækja alla byggðakjarna Fjarðabyggðar í heimsókn sinni. Um er að ræða heimsókn sem átti að eiga sér stað síðasta nóvember en var þá frestað af ýmsum orsökum.

Þó bæði núverandi forseti og eiginkona hans hafi heimsótt Fjarðabyggð í nokkur skipti undanfarin ár sitt í hvoru lagi mun þetta vera í fyrsta skiptið frá árinu 2013 sem forsetahjón eyða nokkrum dögum á ferð um sveitarfélagið opinberlega. Síðla það ár nutu þáverandi forsetahjón, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, góðs beina hjá ýmsum aðilum í sveitarfélaginu.

Þriggja daga heimsókn í alla kjarna Fjarðabyggðar framundan hjá forsetahjónunum. Mynd forseti.is