Orkumálinn 2024

Frostakafli framundan á Austurlandi

Nú sér fyrir endann á hlýindaskeiðinu sem ríkt hefur í landinu öllu lunga nóvembermánaðar og frá og með  sunnudeginum eru hitatölur bláar frameftir næstu viku.

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir að á Austurlandi fari að kólna bratt síðdegis á morgun föstudag og frá og með sunnudeginum verður hiti undir frostmarki og allt niður í sjö stiga frost á þriðjudaginn kemur á allnokkrum stöðum. Áfram verður þó hæglætisveður.

Veðurstofan hefur enn ekki yfirfarið eða birt gögn sín fyrir liðinn nóvembermánuð í heild en stöku veðurfræðingar telja víst að nóvember hafi verið einn sá allra hlýjasti í heila öld. Átta til tólf stig hefur verið algengt hitastig austanlands síðustu dægrin og hlýrra verið hér en víða í Evrópu svo dæmi sé tekið.

Spá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir töluverðu frosti víðast hvar á Austurlandi vel frameftir næstu viku. Skjáskot

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.