Fyrsta loðna vetrarins í lestar Beitis NK
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 12. des 2022 10:15 • Uppfært 12. des 2022 12:09
Loðnuveiðar eru formlega hafnar þennan veturinn og hefur Beitir NK þegar náð í 850 tonn af fínni loðnu austan við Kolbeinseyjarhrygg.
Frá þessu greinir vefur Síldarvinnslunnar þar sem rætt er við Sturla Þórðarson, skipstjóra á Beiti. Hann segir töluvert hafa sést til loðnu og hún tiltölulega stór og góð eða um 40 stykki í kílóinu.
Beitir hefur ásamt skipum Hafrannsóknarstofnunar undanfarið tekið þátt í loðnuleiðangri á helstu miðum með það fyrir augum að finnist mikil loðna verði hugsanlega skoðað að auka útgefinn kvóta en eftir leit í haust var gefinn út heildarkvóti upp á 218 þúsund tonn. Af því koma 140 þúsund tonn í hlut íslenskra fyrirtækja en magnið er töluvert undir því sem vonir stóðu til fyrir vertíðina.