Skip to main content

Gul veðurviðvörun fyrir Austurland síðla á laugardag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. feb 2023 15:32Uppfært 09. feb 2023 15:39

Enn ein veðurviðvörunin hefur verið gefin út af hálfu Veðurstofu Íslands fyrir landið allt á laugardaginn kemur.

Þann dag gerir Veðurstofa Íslands ráð fyrir suðvestan stormi og líklega nokkurri ofankomu hér austanlands og gætu hviður farið í 28 metra þar sem hvassast verður.  Viðvörunin tekur gildi seinnipart laugardagsins og gildir fram á nótt.

Samhliða vindaspám gerir Veðurstofan ráð fyrir nokkrum hlýindum sem gætu leitt til mikillar hálku meðan snjó tekur upp. Fólk hvatt til að ganga frá lausum munum utandyra og varasamt gæti verið að aka um á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.