Gul viðvörun á Austfjörðum í kvöld
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. feb 2023 18:09 • Uppfært 19. feb 2023 18:14
Veðurstofan hefur gefur út gula viðvörun fyrir Austfirði í kvöld. Óvissustig er á vegum á suðurhluta svæðisins.
Viðvörunin gildir frá klukkan níu í kvöld til sex í fyrramálið. Spáð er norðvestan stormi, 20-25 m/s. Sérstaklega er varað við snörpum vindhviðum upp á 30-35 m/s sem geta verið varhugaverðar fyrri ökutæki sem taka á sig vind. Því er beint til íbúa að ganga vel frá lausamunum.
Leiðin yfir Fjarðarheiði var opnuð nú klukkan 18 en hún hafði verið lokið síðan í morgun. Vegurinn yfir Vatnsskarð hefur verið ófær í dag.
Óvissustig verður á leiðinni milli Breiðdalsvíkur og Hafnar frá núna klukkan sex síðdegis. Snjóþekja, hálka eða krapi eru á flestum leiðum. Innanlandsflugi var aflýst um klukkan þrjú í dag.