Skip to main content

Gul viðvörun á hádegi á morgun

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. feb 2023 13:22Uppfært 01. feb 2023 13:24

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna storms á Austurlandi og Austfjörðum sem gildir frá hádegi á morgun fram á nótt.


Viðvaranir fyrir bæði spásvæðin taka gildi klukkan 12 á hádegi Á Austfjörðum gildir viðvörunin til miðnættis en þrjú aðfaranótt föstudags á Austurlandi.

Á báðum svæðum er búist við hvassri austanátt, 10-18 m/s og slyddu eða snjókomu sem veldur lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum.

Reyndar er það svo að gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið á morgun. Strax í nótt byrjar að hvessa á sunnan- og vestanverðu landinu.