Skip to main content

Gul viðvörun bætist við fyrir Austurlandið á fimmtudag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. mar 2023 17:10Uppfært 28. mar 2023 17:11

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir fimmtudaginn en þá er von á talsverðri eða mikilli snjókomu eða skafrenningi allan þann sólarhring. Þetta bætist við óvissustig sem í gildi er fyrir nokkra þéttbýlisstaði í fjórðungnum vegna snjóflóðahættu.

Telja fræðingar Veðurstofunnar verulegar líkur á samgöngutruflunum vegna ofankomunnar á fimmtudag en glögglega sést á meðfylgjandi korti að hún verður töluverð. Því grænni sem liturinn á kortinu er því meiri er úrkoman. Spár gera ráð fyrir að hún geti orðið allt að 10 mm á klukkustund þegar verst lætur um miðjan dag. Einnig er gert ráð fyrir nokkurri úrkomu á föstudag.

Lítils háttar hlýindi eru í kortunum næstu daga fram yfir helgi en ráð er gert fyrir rauðum hitatölum allt upp í fimm stig nema yfir aðfararnótt fimmtudagsins.

Áfram verður mikil snjóflóðahætta til fjalla bæði á morgun og út fimmtudaginn.