Skip to main content

Gul viðvörun næstu tvo daga

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. des 2022 20:53Uppfært 18. des 2022 20:54

Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Hún tekur gildi í fyrramálið og stendur út þriðjudag.


Viðvörunin tekur gildi klukkan sex í fyrramálið og gildir til klukkan ellefu á þriðjudag. Á þessum tíma er spáð norðan 15-23 m/s. Reikna má með að hvassast verði syðst á svæðinu með vindhviðum upp á 35 m/s. Þetta leiðir til þess að ferðaveður verður varasamt.

Á sama tíma er spáð norðan 10-18 m/s á Austurlandi að glettingi með éljagangi.

Þótt viðvörunin gildi aðeins til þriðjudagskvölds virðist í veðurspám að ekki lygni að ráði fyrr en seint á miðvikudag, þann dag er áfram spáð strekkingsvindi.