Orkumálinn 2024

Hætta á rafmagnstruflunum í dag

Rarik hefur gefið út viðvörun vegna hættu á rafmagnstruflunum í dag frá Vopnafirði til Mjóafjarðar. Þá verður rafmagnslaust á hluta Reyðarfjarðar næstu nótt.

Í dag frá klukkan 9 til 18 stendur yfir vinna hjá Landsneti í spennuvirki á Eyvindará, skammt utan Egilsstaða. Á þessum tíma er hætta á rafmagnstruflunum á Vopnafirði, Fljótsdalshéraði, Borgarfirði, Seyðisfirði og Mjóafirði.

Í tilkynningu segir að líkur á truflunum séu litlar en þó fyrir hendi.

Þá verður rafmagn tekið af hluta Reyðarfjarðar nú aðfaranótt föstudags frá miðnætti til sjö að morgni vegna vinnu við háspennukerfi. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.