Hætta á rafmagnstruflunum í dag
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 23. jún 2022 08:51 • Uppfært 23. jún 2022 08:56
Rarik hefur gefið út viðvörun vegna hættu á rafmagnstruflunum í dag frá Vopnafirði til Mjóafjarðar. Þá verður rafmagnslaust á hluta Reyðarfjarðar næstu nótt.
Í dag frá klukkan 9 til 18 stendur yfir vinna hjá Landsneti í spennuvirki á Eyvindará, skammt utan Egilsstaða. Á þessum tíma er hætta á rafmagnstruflunum á Vopnafirði, Fljótsdalshéraði, Borgarfirði, Seyðisfirði og Mjóafirði.
Í tilkynningu segir að líkur á truflunum séu litlar en þó fyrir hendi.
Þá verður rafmagn tekið af hluta Reyðarfjarðar nú aðfaranótt föstudags frá miðnætti til sjö að morgni vegna vinnu við háspennukerfi.