Skip to main content

Hálendisvegir að opnast

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. jún 2022 08:43Uppfært 21. jún 2022 08:43

Vegagerðin er jafnt og þétt að opna vegi á hálendinu eftir því sem snjóa leysir og vegirnir sjálfir þorna. Opnað hefur verið yfir hjá Kárahnjúkum.


Í síðustu viku var Arnardalsleið (F905) og Brúarvegur (F907) opnuð fjórhjóladrifnum bílum. Þá var Austurleið (F910) opnuð fjórhjóladrifnum bílum frá Kárahnjúkum að gatnamótum við Arnardalsleið.

Þórdalsheiði, frá Skriðdal yfir til Reyðarfjarðar, er merkt greiðfær og sömuleiðis gamli vegurinn yfir Möðrudalsöræfi. Enn er lokað inn í Snæfell og Kverkfjöll.

Unnið er að klæðningu Norðfjarðarvegar. Umferðarhraði er tekinn niður og búast má við grjótkasti í dag.