Heildaratvinnutekjur á Austurlandi aukist allar götur frá 2012

Austurlandið reynist eini landshlutinn þar sem heildaratvinnutekjur íbúa jukust þrátt fyrir mikið efnahagslegt högg vegna Covid-19.

Þetta má lesa í úttekt Byggðastofnunar á heildaratvinnutekjum hinna ýmsu landshluta en þar eru tekjurnar núvirtar allar götur frá árinu 2012 til loka árs 2021. Síðarnefnda árið numu atvinnutekjur í heild 48,3 milljörðum króna á Austurlandi og jukust þannig um 34 prósent á þessu níu ára tímabili.

Á meðfylgjandi töflu má glögglega sjá hvaða áhrif Covid-19 faraldurinn hafði á efnahagslífið í landinu 2020 en atvinnutekjur lækkuðu skarpt í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Meðan samdráttur varð á Suðurlandi um fimm milljarða milli 2019 og 2020 og um 35 milljarða króna á höfuðborgarsvæðinu svo tvö dæmi séu tekin, jukust þær á Austurlandi um hundrað milljónir á sama tíma.

Tekjur Austfirðinga eru þó enn tiltölulega lágar í samanburðinum enda fámennur hluti landsins. Það aðeins á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra þar sem heildaratvinnutekjur fólks eru lægri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.