Skip to main content

Heildaratvinnutekjur á Austurlandi aukist allar götur frá 2012

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. jan 2023 11:29Uppfært 04. jan 2023 11:30

Austurlandið reynist eini landshlutinn þar sem heildaratvinnutekjur íbúa jukust þrátt fyrir mikið efnahagslegt högg vegna Covid-19.

Þetta má lesa í úttekt Byggðastofnunar á heildaratvinnutekjum hinna ýmsu landshluta en þar eru tekjurnar núvirtar allar götur frá árinu 2012 til loka árs 2021. Síðarnefnda árið numu atvinnutekjur í heild 48,3 milljörðum króna á Austurlandi og jukust þannig um 34 prósent á þessu níu ára tímabili.

Á meðfylgjandi töflu má glögglega sjá hvaða áhrif Covid-19 faraldurinn hafði á efnahagslífið í landinu 2020 en atvinnutekjur lækkuðu skarpt í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Meðan samdráttur varð á Suðurlandi um fimm milljarða milli 2019 og 2020 og um 35 milljarða króna á höfuðborgarsvæðinu svo tvö dæmi séu tekin, jukust þær á Austurlandi um hundrað milljónir á sama tíma.

Tekjur Austfirðinga eru þó enn tiltölulega lágar í samanburðinum enda fámennur hluti landsins. Það aðeins á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra þar sem heildaratvinnutekjur fólks eru lægri.