Skip to main content

Herðubreið skilgreind sem fjöldahjálparstöð á neyðarstundum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. jan 2023 10:07Uppfært 18. jan 2023 10:07

Byggðaráð Múlaþings hyggst skilgreina félagsheimilið Herðubreið á Seyðisfirði formlega sem fjöldahjálparstöð á neyðarstundum.

Þetta var samþykkt á nýlegum fundi ráðsins en heimastjórn Seyðisfjarðar ályktaði áður um nauðsyn þess að slík miðstöð yrði formlega viðurkennd. Drög að samkomulagi um þetta við Rauða kross Íslands og rekstraraðila Herðubreiðar verða afgreidd í kjölfarið.

Samkomulag merkir að Herðubreið verður umsvifalaust opnuð fólki og viðbragðsaðilum vegna náttúruhamfara og eða annarra alvarlegra atvika og jafnframt skal opna húsið viðbragðsaðilum til æfinga í neyðarviðbrögðum þegar þörf er á.

Á sama fundi ráðsins var samþykkt að framlengja núverandi samning við rekstraraðila Herðubreiðar fram til loka aprílmánaðar en útboð á rekstrinum til framtíðar er í ferli.