Skip to main content

Hreinsistöð að Melhorni byggð í áföngum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. feb 2023 14:59Uppfært 21. feb 2023 14:23

Stjórn HEF er einhuga um að áfangaskipta byggingu hreinsistöðvar að Melshorni á Egilsstöðum með tilliti til heildarkostnaðar en sá er töluvert meiri orðinn en gert var ráð fyrir í upphafi.

Upplýsingar sem fram komu á fundi með ráðgjöfum vegna verksins undir lok síðasta árs sýndi fram á að kostnaðaráætlun vegna hreinsistöðvarinnar stæði í kringum 950 milljónir króna eða um 250 milljónum króna umfram upphaflegar áætlanir.

Nýrri stöð að Melshorni er ætlað að bæta hreinsun skólps frá byggðinni á Egilsstöðum en þó fyrir séu fjórar minni hreinsistöðvar fer skólp enn að hluta til óhreinsað út í Lagarfljót. Hugmyndin er að nýja stöðin taki við hlutverki hinna þriggja að framkvæmd lokinni og full hreinsun fari þar fram.

Ráðgjafar frá verkfræðistofunni Eflu bentu stjórninni á það í skýrslu vegna þessa að ekki hafi verið útfærðir möguleikar á áfangaskiptingu bæði byggingarinnar sjálfrar sem og vélbúnaðar sem til þarf en slíkt myndi lækka kostnað til skemmri tíma litið. Þá var og á það bent að skólp frá Egilsstöðum sé nú þegar vel þynnt og ekki sambærilegt skólpi sem meðhöndlað sé erlendis. Þannig sé Lagarfljótið mjög öflugur viðtaki og ekki auðséð að losun næringarefni í það muni hafi merkjanleg umhverfisáhrif.

Staðsetning nýju hreinsistöðvarinnar merkt bláu rétt við Eyvindaránna á Egilsstöðum. Mynd Efla