Hvað skal gera við rýmingu?
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. mar 2023 09:57 • Uppfært 27. mar 2023 09:59
Gripið hefur verið til umfangsmikilla rýmingaraðgerða í Neskaupstað og Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Almannavarnir hafa gefið út gátlista fyrir það sem fólk þarf að hafa með sér við slíkar kringumstæður.
1. Ganga tryggilega frá helstu verðmætum eða hafa þau meðferðis.
2. Taka til lyf, fatnað og nauðsynleg hjálpartæki, t.d. gleraugu og heyrnartæki o.fl. þ.h.
3. Hleðslutæki og eða hleðslubanka fyrir farsíma
4. Taka með sér nauðsynjar fyrir ungbörn ef þau eru á heimilinu.
5. Taka mat og búr fyrir gæludýr ef þau eru tekin með
6. Tryggja að matvæli liggi ekki undir skemmdum.
7. Loka tryggilega öllum gluggum og dyrum.
8. Ganga úr skugga um að hiti sé á húsinu.
9. Skilja eftir ljós í forstofu og við útidyr.
10. Skilja eftir rýmingarspjald í glugga eða á áberandi stað til staðfestingar á að hús hafi verið rýmt og það mannlaust.
11. Að þessu loknu skal halda tafarlaust til þeirrar fjöldahjálparstöðvar sem ákveðin hefur verið til móttöku/skráningar fólks eða til þess staðar sem ákveðinn hefur verið.