Skip to main content

Hyggjast vernda elsta bæjarhluta Vopnafjarðar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. feb 2023 13:33Uppfært 17. feb 2023 13:35

Vopnafjarðarkirkja, Kaupvangur, Sjónarhóll, Sláturhúsið og Baldursheimur eru fimm af alls tólf byggingum og mannvirkjum sem falla munu undir sérstakt Verndarsvæði í byggð sem Vopnafjarðarhreppur mun senn kynna og auglýsa fyrir íbúum.

Hér er um elsta hluta byggðarinnar á Vopnafirði sem skal með þessu framtaki vernda til framtíðar en slíkum verndarsvæðum í byggð er ætlað að varðveita menningarsögulegar arf gamalla húsa sem og minjum öðrum sem tengjast sögu atvinnulífs, verslunar, sjósóknar og þróun byggðarinnar. Alls er svæðið sem vernda skal um 3,7 hektarar að stærð og nær gróflega frá Kolbeinsgötu og niður að höfn eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Helstu einkenni þess svæðis er fallegt bæjarstæðið, þyrping húsa í miklum landhalla og safn húsa frá blómaskeiðum sveitarfélagsins auk samfelldrar byggingarlínu húsa við Kolbeinsgötuna sem verið hefur ein elsta og helsta gatan í þorpinu.

Lengi hefur verið unnið að þessu verkefni af hálfu hreppsins en það strax árið 2016 sem þáverandi sveitarstjórn ákvað að vinna tillögu til ráðherra um verndarsvæði í byggð á Vopnafirði en það var árið áður sem lögum var breytt til að gera slíkt kleift.

Slík verndarsvæði í byggð eru nokkuð umdeild því byggingum sem falla undir þau svæði má ekki breyta eða bæta  að neinu ráði nema með samþykki sveitarfélaga og stofnanna í tilfellum. Slíkt svæði hefur verið í byggðinni á Djúpavogi síðan 2017 og þar er fyrirhugaður íbúafundur innan tíðar þar sem farið verður yfir hvernig til hefur tekist og hvað íbúum finnst nú.