Skip to main content

Íbúafundur um fræðslu- og frístundamál

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. jan 2023 13:58Uppfært 09. jan 2023 14:09

Opinn fundur verður í kvöld haldinn um fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar en hún gildir fyrir árin 2023-25.


Bæjarstjórn skipaði síðasta haust þriggja manna starfshóp til að vinna að áætlun fyrir árin 2023-25 en um áramótin lauk gildistíma eldri áætlunar.

Hópurinn leitaði í haust til starfsfólk fræðslu- og frístundastofanna í sveitarfélaginu, Fjarðaforeldra, íþróttafélaga, ungmennaráðs og öldungaráðs.

Á þeim hugmyndum byggja drög að stefnunni sem kynnt verða á fundi í Grunnskólanum á Fáskrúðsfirði klukkan 20:00 í kvöld.