Skip to main content

Jólasnjórinn veldur ófærð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. des 2022 14:21Uppfært 26. des 2022 14:23

Tíma tekur að opna leiðina yfir Fagradal þar sem snjóflóð féll á veginn. Fannfergi veldur vandræðum eystra þannig að messum hefur verið frestað. Nokkur útköll voru hjá björgunarsveitum í gær.


Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er vonast til að leiðin yfir Fagradal opnist um klukkan þrjú í dag en þar þarf að moka snjóflóði af veginum. Aðrar helstu leiðir hafa verið opnaðar þótt víða til sveita sé þungfært.

Snjó kyngdi niður eystra í gær. Til að mynda innanbæjar á Reyðarfirði hefur verið töluvert um fasta bíla. Fjarðabyggð kappkostar við að halda stofnbrautum opnum en farið verður í aðrar leiðir þegar veðrið hefur gengið niður.

Messum á Egilsstöðum og Hjaltastað var frestað.

Nokkur útköll bárust austfirskum björgunarsveitum í gær. Ísólfur frá Seyðisfirði fór upp á Fjarðarheiði. Fólki úr jeppa, sem fastur var á heiðinni, var komið í skjól og þá sátu farartæki föst í Neðri-Staf. Í morgun aðstoðaði sveitin við flutning veiks einstaklings.

Á Vopnafirði valt bíll milli bæjarins og flugvallarins. Félagar úr Vopna fóru til aðstoðar og keyrðu fólkið heim til sín, það taldi sig ekki þurfa aðstoð læknis.

Frá Egilsstöðum á aðfangadag. Síðan hefur töluvert bæst við. Mynd: Hjalti Þorsteinsson