Skip to main content

Leita styrkja til að bjóða áfram gjaldfrjálsar tíðavörur í skólum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. jan 2023 09:30Uppfært 27. jan 2023 09:33

Hjá Múlaþingi leita menn nú styrkja frá fyrirtækjum til að halda áfram því starfi  að veita ungmennum í sveitarfélaginu aðgang að gjaldfrjálsum tíðavörum.

Verkefni þessu var fyrst hleypt af stokkunum 2021 að tilstuðlan þáverandi ungmennaráðs Múlaþings. Það gekk út á að ungmenni hefðu gjaldfrjálsan og ekki síst auðveldan aðgang að tíðavörum í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í sveitarfélaginu. Slíkt hefur meðal annars tíðkast um tíma í mörgum skólum á Norðurlöndunum og stöku sveitarfélög hérlendis hafa tekið þetta upp sem reglu.

Framtakið fékk afar góðar viðtökur á sínum tíma og nú vill sitjandi ungmennaráð endurtaka leikinn sé þess kostur en til þess þarf styrkveitingar frá utanaðkomandi aðilum á borð við Alcoa-Fjarðaál sem studdi verkefnið upphaflega gegnum styrktarsjóð sinn.