Orkumálinn 2024

Leita styrkja til að bjóða áfram gjaldfrjálsar tíðavörur í skólum

Hjá Múlaþingi leita menn nú styrkja frá fyrirtækjum til að halda áfram því starfi  að veita ungmennum í sveitarfélaginu aðgang að gjaldfrjálsum tíðavörum.

Verkefni þessu var fyrst hleypt af stokkunum 2021 að tilstuðlan þáverandi ungmennaráðs Múlaþings. Það gekk út á að ungmenni hefðu gjaldfrjálsan og ekki síst auðveldan aðgang að tíðavörum í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í sveitarfélaginu. Slíkt hefur meðal annars tíðkast um tíma í mörgum skólum á Norðurlöndunum og stöku sveitarfélög hérlendis hafa tekið þetta upp sem reglu.

Framtakið fékk afar góðar viðtökur á sínum tíma og nú vill sitjandi ungmennaráð endurtaka leikinn sé þess kostur en til þess þarf styrkveitingar frá utanaðkomandi aðilum á borð við Alcoa-Fjarðaál sem studdi verkefnið upphaflega gegnum styrktarsjóð sinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.