Liðinn janúar sá kaldasti á þessari öld
Veðurstofa Íslands hefur staðfest að nýliðinn janúarmánuður mældist sá kaldasti á landsvísu á þessari öld.
Kuldakast stærstan hluta þess mánaðar fór vart framhjá neinum og allra síst hér austanlands en að Reykjavík frátalinni var hvergi lægri meðalhiti í byggð en á Egilsstöðum. Þar var meðalhiti janúar -1,7 stig en í Reykjavík -1,8.
Á öðrum þekktum mælistöðum austanlands náði meðalhitastig að haldast í rauðum tölum en tæplega þó. Á Dalatanga mældist það 1,1 stig og 0,7 að Teigarhorni. Á báðum þessum stöðum var meðaltalið nokkuð undir því sem mælst hefur síðustu 30 árin. Dalatangi státar þó af, og ekki í fyrsta skiptið, hæsta hitastigi sem mældist í landinu í janúar en það gerðist þann 21. janúar þegar mælar Veðurstofunnar sýndu þar 14,1 stiga hita.
Æði oft er hæsti hiti á landinu að mælast á Dalatanga og það raunin í janúar 2023 líka.