Skip to main content

Lokað hjá fjölda fyrirtækja og stofnana vegna ófærðar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. mar 2023 09:46Uppfært 27. mar 2023 09:52

Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir á Austurlandi hafa í morgun tilkynnt um lokanir vegna ófærðar og óveðurs. Öllum heilsugæslustöðvum í Fjarðabyggð er lokað.


Skólar, þjónustustofnanir og fyrirtæki víða á Austurlandi hafa í morgun eitt af öðru sent frá sér tilkynningar um lokanir. Meðal þeirra eru allar heilsugæslustöðvar Fjarðabyggðar.

Tvö snjóflóð féllu í Norðfirði í morgun, þar af annað á íbúabyggð við Starmýri. Ekki urðu teljandi slys á fólki. Í kjölfarið hefur verið gripið til rýminga í bænum.

Umdæmissjúkrahús Austurlands er innan eins þeirra reita. Hann er aðeins rýmdur að hluta, ofan Mýrargötu en sjúkrahúsið stendur neðan hennar. Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands segir farið yfir rýmingaráætlun sjúkrahússins þannig allt sé tilbúið ef ástæða þyki til að rýma.

Umfangsmikil rýming er einnig á Seyðisfirði og hættustig í gildi í báðum byggðarlögunum. Aðgerðir eru í öryggisskyni og viðbragðsaðilar komnir með góða yfirsýn á aðstæður. Áfram er vandlega fylgst með þróuninni enda gul veðurviðvörun fyrir Austfirði verið framlengd til klukkan sjö í kvöld. Íbúum er ráðlagt að halda sig heima ef kostur er.

Úr Neskaupstað í morgun. Mynd: Kristín Ágústsdóttir