Skip to main content

Lýsa eftir Gunnari Svan Björgvinssyni

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. mar 2023 21:07Uppfært 08. mar 2023 21:09

Maðurinn sem leit hefur staðið yfir að í vikunni heitir Gunnar Svan Björgvinsson en hans hefur verið saknað frá 24. febrúar.

Leit hófst að Gunnari strax eftir síðustu helgi þegar farið var að óttast um hann en sú leit hingað engan árangur borið og hefur leitinni verið hætt að svo stöddu. Lögregla íhugar nú næstu skref ef vera skyldi að engar upplýsingar berast á næstu sólarhringum.

Gunnar Svan sást síðast við heimili sitt á Eskifirði fyrir tólf sólarhringum síðan. Hann er liðlega fertugur að aldri, grannvaxinn með áberandi sítt og brúnt hár.

Allir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gunnars eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lögregluna á Austurlandi annaðhvort í síma 444 0600 eða með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.