Orkumálinn 2024

Margir helstu vegir á Austurlandi færðir á óvissustig frá kvöldinu

Vegagerðin, í samráði við almannavarnir og lögreglu, hefur ákveðið að færa marga helstu vegi austanlands á óvissustig frá klukkan 19 í kvöld en veðurspá gerir ráð fyrir slæmu veðri næstu tvo sólarhringa.

Þetta kemur fram á ferðavef Vegagerðarinnar nú síðdegis en þar segir að „vegna veðurs og mögulegrar snjóflóða- og krapaflóðshættu á ákveðnum stöðum, verða vegir færðir á óvissustig frá klukkan 19 í kvöld miðvikudaginn 29. mars og út fimmtudaginn 30. mars.“

Hér er um að ræða frá Norðfjarðargöngum til Neskaupstaðar,  Fjarðarheiði, Fagradal, Mývatns- og Möðrudalsöræfi og frá Breiðdalsvík að Höfn. Á öllum þessum vegum er hugsanlega að loka þurfi með mjög stuttum fyrirvara frá og með kvöldinu. Vegurinn um Vatnsskarð lokaðist í morgun og verður á óvissustigi út morgundaginn.

Þeir íbúar Austurlands sem bókað hafa flug frá Egilsstöðum í kvöld kl. 19:30, eru hvattir til að vera tímanlega á ferðinni. Vegurinn um Fagradal og Fannardal verða settir á óvissustig kl. 19:00 í kvöld.

Vegfarendur eru beðnir að hafa þetta í huga áður en lagt er í hann en ekki er útilokað að vegurinn um Fagradal lokist líka ef spár raungerast og verða jafn slæmar og nú lítur út fyrir. Þar hefur verið opið það sem af er degi en mikill krapi er að myndast með hlýnandi veðri auk þess sem snjókóf og blinda er víða á veginum.

Miðað við spá Veðurstofu Íslands þegar þetta er skrifað er þegar nokkuð hvassviðri í fjörðum Austurlands en með kvöldinu eykst vindhraðinn og nær allt að sextán metrum á sekúndu í fyrramálið. Það í ofanálag við mikla ofankomu allan næsta sólarhring.

Að loknum fundi síðdegis var ekki talin þörf á frekari rýmingum að svo stöddu. Íbúar eru hins vegar beðnir um að fara varlega nærri árfarvegum næstu daga.

Vegna óvissu sem nú er uppi vegna veðurs er íbúum bent á hjálparsíma Rauða krossins 1717.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.