Með köldustu desembermánuðum austanlands í áratugi

Liðinn desembermánuður var með þeim allra köldustu bæði austanlands sem og á landsvísu samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands. Heilt yfir var þetta kaldasti desember í landinu síðan 1973.

Lægsti meðalhiti mánaðarins í byggð á láglendi mældist á Egilsstöðum eða -5,9 stig sem er jafnframt næstkaldasti desember þar í bæ síðan 1991. Það hvorki meira né minna en -4,8 stigum lægri hiti en að meðaltali yfir það tímabil. Lægsti meðalhiti á landsvísu fékkst á Möðrudal eða -9,4 stig. Þar mældist sömuleiðis mest frostið í mánuðinum þegar mælirinn datt niður í -27,1 stig á aðfangadag jóla.

Svipaða sögu er að segja af Dalatanga og Teigarhorni. Meðalhitastigið á Dalatanga mældist -1,5 stig sem einnig er næstkaldasti desember samkvæmt mælum í rúmlega 30 ár. Að Teigarhorni var meðalhiti -3,4 stigum lægri en undanfarna áratugi.

Það var þó líka á Austurlandi sem hæsti hiti liðins mánaðar mældist en það gerðist á Seyðisfirði þann 1. desember þegar hitinn náði 14,4 stigum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.