Orkumálinn 2024

Mesta umferðaraukning á Hringveginum aftur hér austanlands

Umferðarmet var sett á Hringveginum um landið á liðnu ári og aldrei nokkurn tímann fleiri sem ekið hafa þann veginn. Annað árið í röð er aukningin hlutfallslega mest hér austanlands.

Frá þessu er skýrt á vef Vegagerðarinnar um umferðina á síðasta ári en hún reyndist alls 1,5 prósent meiri en árið 2019 sem var  fyrra metár samkvæmt mælingargögnum. Nýtt met raunin þrátt fyrir að umferð alls staðar hafi dregist verulega saman í desembermánuði í öllum landshlutum vegna slæmrar færðar.

Aukningin austanlands er umtalsverð. Hún jókst um hvorki meira né minna en 27,2 prósent milli áranna 2020 og 2021 og um 12,6 prósent frá 2021 til 2022.

Engum á að koma á óvart að langmest umferðin á Hringveginum almennt er á föstudögum en minnst er farið um þennan þjóðveg á laugardögum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.