Skip to main content

Mesta umferðaraukning á Hringveginum aftur hér austanlands

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. jan 2023 10:07Uppfært 11. jan 2023 15:07

Umferðarmet var sett á Hringveginum um landið á liðnu ári og aldrei nokkurn tímann fleiri sem ekið hafa þann veginn. Annað árið í röð er aukningin hlutfallslega mest hér austanlands.

Frá þessu er skýrt á vef Vegagerðarinnar um umferðina á síðasta ári en hún reyndist alls 1,5 prósent meiri en árið 2019 sem var  fyrra metár samkvæmt mælingargögnum. Nýtt met raunin þrátt fyrir að umferð alls staðar hafi dregist verulega saman í desembermánuði í öllum landshlutum vegna slæmrar færðar.

Aukningin austanlands er umtalsverð. Hún jókst um hvorki meira né minna en 27,2 prósent milli áranna 2020 og 2021 og um 12,6 prósent frá 2021 til 2022.

Engum á að koma á óvart að langmest umferðin á Hringveginum almennt er á föstudögum en minnst er farið um þennan þjóðveg á laugardögum.