Skip to main content

Minni rakaskemmdir í íþróttahúsi Eskfirðinga

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. feb 2023 09:45Uppfært 03. feb 2023 10:46

Komið hefur í ljós að rakaskemmdir í íþróttahúsi Eskfirðinga eru minni en óttast var í fyrstu.

Haldið hefur verið áfram að undanförnu að rífa og opna tiltekna hluta hússins sem verst litu út eftir að vatn lak inn í húsið í nokkur skipti í haust og vetur en sem kunnugt er var mygla staðfest bæði þar og í grunnskóla bæjarins skömmu eftir áramótin. Við þá vinnu hefur komið í ljós að skemmdir í veggjum íþróttahússins eru minni en þær sem vart varð við í upphafi en húsið hefur verið lokað um hríð.

Um miðjan mánuðinn koma sérfræðingar frá verkfræðistofunni Eflu aftur á staðinn til frekari rannsókna og leggja þá mat á hvort og hvar taka þurfi fleiri sýni með tilliti til mygluskemmda í báðum húsunum. Í kjölfar þess mun fyrirtækið leggja fram umbótaáætlun fyrir sveitarfélagið. Vonir standa til að sú áætlun liggi fyrir um miðjan mars að því er fram kemur í svari upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar.