Orkumálinn 2024

Minnka veiðikvóta eftir fund hreindýraráðs

Náttúrustofa Austurlands hefur endurskoðað tillögu sína um hreindýrakvóta næsta árs og verður kvótinn minnkaður í 901 dýr á næsta ári.

Þetta varð ljóst eftir fund hreindýraráðs í gær en þar voru upphaflegar tillögur Náttúrustofu um að heimila veiðar á 938 dýrum kynntar og ræddar auk þess sem fjórar athugasemdir sem gerðar voru vegna fyrri tillögu voru teknar fyrir. Niðurstaðan sú að minnka kvótann um 37 dýr en það kemur í hlut umhverfis- og auðlindaráðuneytis að taka lokaákvörðun innan tíðar.

Eins og kunnugt er fundust mun færri dýr við talningar fyrr á árinu en talning síðasta árs hafði gefið til kynna og talið víst að nokkur fækkun hafi orðið á stofninum hér austanlands sem er þvert á það sem lagt var upp með. Hefur Náttúrustofa tekið mið af þeirri stöðu við kvótatillögur nú.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.