Skip to main content

Minnka veiðikvóta eftir fund hreindýraráðs

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. des 2022 15:45Uppfært 01. des 2022 15:48

Náttúrustofa Austurlands hefur endurskoðað tillögu sína um hreindýrakvóta næsta árs og verður kvótinn minnkaður í 901 dýr á næsta ári.

Þetta varð ljóst eftir fund hreindýraráðs í gær en þar voru upphaflegar tillögur Náttúrustofu um að heimila veiðar á 938 dýrum kynntar og ræddar auk þess sem fjórar athugasemdir sem gerðar voru vegna fyrri tillögu voru teknar fyrir. Niðurstaðan sú að minnka kvótann um 37 dýr en það kemur í hlut umhverfis- og auðlindaráðuneytis að taka lokaákvörðun innan tíðar.

Eins og kunnugt er fundust mun færri dýr við talningar fyrr á árinu en talning síðasta árs hafði gefið til kynna og talið víst að nokkur fækkun hafi orðið á stofninum hér austanlands sem er þvert á það sem lagt var upp með. Hefur Náttúrustofa tekið mið af þeirri stöðu við kvótatillögur nú.