Skip to main content

Mokafli hjá bátum Loðnuvinnslunnar í nóvember

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. des 2022 15:20Uppfært 07. des 2022 15:22

Báðir bátar Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði gerðu góðar ferðir allan síðasta mánuð en þegar upp var staðið höfðu Sandfell og Hafrafell komið að landi í nóvember með yfir 600 tonn af afla.

Sú mikla veiði nægði til að bátarnir voru í 1. og 2. sæti yfir aflahæstu báta yfir 20 brúttótonnum þann mánuð í landinu öllu samkvæmt vef Aflafrétta. Þetta viðbót við ágætan afla skipa Loðnuvinnslunnar þann sama mánuð.

Sandfellið sjónarmun ofar en Hafrafell með fádæma góðan afla upp á tæp 315 tonn yfir allan mánuðinn en aflinn fékkst í 22 róðrum og mest rúm 25 tonn í róðri. Hafrafellið fór 23 róðra og náði alls 287 tonnum upp á land og mest 24 tonnum í einum og sama róðrinum. Alls 602 tonn sem veiddust.

Meistarabátur nóvembermánaðar samkvæmt aflatölum var Sandfellið en vel viðraði lunga þess mánaðar hér austanlands og lítið um brælu. Mynd Loðnuvinnslan