Múlinn í Neskaupstað fullsetinn

Múlinn samvinnuhús í Neskaupstað hefur verið í rekstri í tvö ár. Í húsinu starfa rúmlega 30 manns en nýverið voru gerðir tveir nýir leigusamningar í Múlanum. Annars vegar viðbótarsamningur við Matís sem hefur verið með starfsemi sína í húsinu frá opnun og hins vega nýjan samning við Framkvæmdasýsluna/Ríkiseiginir. Með þessum nýju leigusamningum eru öll rými hússins í útleigu og Múlinn þar með fullsetinn.

Til að bregðast við mikilli aðsókn í húsið samþykkti stjórn Múlans á fundi þann 16. janúar síðastliðinn að fá verkfræðistofu til að hanna viðbyggingu við húsið. Það hefur verið gert ráð fyrir stækkun hússins í nokkurn tíma vegna mikillar aðsóknar en þegar Múlinn var 1 árs var ákveðið að skoða viðbyggingu og láta teikna hana upp. 

Guðmundur Rafnkell Gíslason, framkvæmdastjóri Múlans, segir verkefnið á hönnunarstigi en að viðbyggingin verði í kringum 200-300 fermetrar vestan við húsið en í stíl við austari hluta byggingarinnar. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.