Skip to main content

Múlinn í Neskaupstað fullsetinn

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. feb 2023 11:56Uppfært 13. feb 2023 11:59

Múlinn samvinnuhús í Neskaupstað hefur verið í rekstri í tvö ár. Í húsinu starfa rúmlega 30 manns en nýverið voru gerðir tveir nýir leigusamningar í Múlanum. Annars vegar viðbótarsamningur við Matís sem hefur verið með starfsemi sína í húsinu frá opnun og hins vega nýjan samning við Framkvæmdasýsluna/Ríkiseiginir. Með þessum nýju leigusamningum eru öll rými hússins í útleigu og Múlinn þar með fullsetinn.

Til að bregðast við mikilli aðsókn í húsið samþykkti stjórn Múlans á fundi þann 16. janúar síðastliðinn að fá verkfræðistofu til að hanna viðbyggingu við húsið. Það hefur verið gert ráð fyrir stækkun hússins í nokkurn tíma vegna mikillar aðsóknar en þegar Múlinn var 1 árs var ákveðið að skoða viðbyggingu og láta teikna hana upp. 

Guðmundur Rafnkell Gíslason, framkvæmdastjóri Múlans, segir verkefnið á hönnunarstigi en að viðbyggingin verði í kringum 200-300 fermetrar vestan við húsið en í stíl við austari hluta byggingarinnar.