Skip to main content

Náttúran helsti styrkleiki Úthéraðs

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. feb 2023 12:37Uppfært 10. feb 2023 12:38

Stórbrotin náttúra virðist helsta aðdráttarafl fólks sem kýs að búa á Úthéraðs. Íbúar horfa til ferðaþjónustu um von um eflingar búsetu.


Þetta kemur fram í könnun sem gerð var nýverið á vegum Austurbrúar sem heldur utan um verkefni sem ætlað er að efla búsetu á svæðinu. Svörun í könnuninni var þó fremur dræm, 18%.

Stórbrotin náttúra, sem telur meðal annars Dyrfjöllin, Héraðssanda, Selfljót og fleira það sem flestir segja ástæðu fyrir búsetu á svæðinu eða 39%. Barnvænt samfélag og nálægð við vini og ættingja koma þar á eftir en fá töluvert minna fylfi.

Rúm 80% telja helstu tækifærin felast í aukinni ferðaþjónustu og svipað hlutfall styður aukna ferðamennsku á svæðinu. Örlítið færri eru fylgjandi því að leggja slóða og bílastæði á Héraðssandi. Meirihlutinn er þó á móti friðlýsingu svæðisins í heild og skiptar skoðanir eru á slíkri vernd fyrir einstaka staði.

Íbúar á Úthéraði eru hins vegar ósáttur við þjónustu opinberra aðila. Sveitarfélagið Múlaþing, fær hvað versta útreið, yfir 60% lýsa óánægju með úrlausn erinda og viðhald mannvirkja. Vegaþjónusta bæði sveitarfélags og Vegagerðarinnar skorar lágt. Bætt vegaþjónusta er það sem íbúar telja helst vanta.

Þá var í könnuninni spurt út í afstöðu til vindmylla á svæðinu. Meira en helmingur íbúa í Hjaltastaðaþinghá, Eiðaþinghá og Hróarstungu er á móti þeim en íbúar í Jökulsárhlíð eru fylgjandi þeim.

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.