Skip to main content

Norðfjarðargöngum lokað vegna snjóflóðahættu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. mar 2023 07:16Uppfært 27. mar 2023 07:17

Vegagerðin lokaði á sjöunda í tímanum í morgun Norðfjarðargöngum að beiðni lögreglu og almannavarna vegna snjóflóðahættu. Þar hefur þegar fallið eitt snjóflóð.


Þetta kemur fram í yfirliti Vegagerðarinnar um færð á vegum.

Fagradal var lokað um klukkan tíu í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu. Ekki er búist við að aðstæður á dalnum verði skoðaðar aftur fyrr en um miðjan dag.

Veðurstofan uppfærði í gær viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum á hæsta stig. Ekki er þó talin hætta í byggð. Snjóbrettafólk í Oddsskarði kom af stað flóði í gær auk þess sem litlar spýjur féllu í Seyðisfirði. Varað er við hættu út vikuna.

Gul veðurviðvörun er í gildi til klukkan þrjú í dag. Flestar leiðir á Austurlandi, svo meðfram öllum fjörðum og yfir Fjarðarheiði, eru merktar ófærar. Staða annarra leiða er óviss eða færð erfið. Þannig er þungfært yfir Möðrudalsöræfi. Þar festist flutningabíll í morgun.

Mynd: Jens Einarsson