Skip to main content

Nýta sér Loftbrú mest til að sækja þjónustu sem ekki fæst í heimabyggð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. jún 2022 12:17Uppfært 09. jún 2022 12:17

Sjötíu og sjö prósent svarenda í úttekt Austurbrúar meðal þeirra sem nýttu sér afsláttarfargjöld í flugi á síðasta ári gerðu það til að sækja sér þjónustu sem ekki var í boði í heimabyggð.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun stofnunarinnar á þátttöku landsbyggðarfólks á Loftbrúnni svokölluðu en það veitir íbúum utan höfuðborgarinnar 40 prósent afslátt á sex flugleggjum árlega.

Alls 57 þúsund farþegar nýttu sér afsláttarkjörin 2021, langflestir á Austurlandi, og af þeim sem svöruðu könnun Austurbrúar reyndust 35 prósent þeirra hafa nýtt alla sex leggina það árið. Tæplega 80 prósent höfðu flogið einu sinni eða oftar á afsláttarkjörunum.