Skip to main content

Opinn fundur um myglu á Eskifirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. jan 2023 12:20Uppfært 11. jan 2023 12:23

Boðað hefur verið til íbúafundar á Eskifirði í kvöld til að upplýsa um stöðuna eftir að mygla greindist í húsnæði og íþróttahúsi Eskifjarðarskóla.


Til svara á fundinum verða bæjarstjóri ásamt bæjarráði og formönnum þeirra nefnda sem málið varða. Sérfræðingur frá verkfræðistofunni Eflu, sem greindi mygluna, verður með í gegnum fjarfundakerfi.

Foreldrar barna í skólanum hafa sérstaklega verið hvattir til að mæta á fundinn. Hann verður haldinn í sal grunnskólans á Eskifirði og hefst klukkan 18:00.