Opinn fundur um myglu á Eskifirði

Boðað hefur verið til íbúafundar á Eskifirði í kvöld til að upplýsa um stöðuna eftir að mygla greindist í húsnæði og íþróttahúsi Eskifjarðarskóla.

Til svara á fundinum verða bæjarstjóri ásamt bæjarráði og formönnum þeirra nefnda sem málið varða. Sérfræðingur frá verkfræðistofunni Eflu, sem greindi mygluna, verður með í gegnum fjarfundakerfi.

Foreldrar barna í skólanum hafa sérstaklega verið hvattir til að mæta á fundinn. Hann verður haldinn í sal grunnskólans á Eskifirði og hefst klukkan 18:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.