Skip to main content

Opna Norðfjarðargöngin fyrir umferð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. mar 2023 17:59Uppfært 28. mar 2023 18:07

Norðfjarðargöng voru nú síðdegis opnuð fyrir umferð á ný eftir að hafa verið lokuð síðan seint á sunnudagskvöldið.

Opnun ganganna milli Eskifjarðar og Neskaupsstaðar nú klukkan 17 kom klukkustund síðar en opnun vegarins yfir Fagradal milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar og því gat stór hópur björgunarsveitarfólks sem beðið hefur á Egilsstöðum í rúman sólahring loks haldið leiðar sinnar til aðstoðar í Neskaupstað.

Mikil snjóflóðahætta er enn fyrir hendi samkvæmt Veðurstofu Íslands og þrengingar eru á veginum í og við göngin. Vegfarendur beðnir um að fara um þau með mikilli aðgát.

Vegagerðin varð þó að loka veginum á milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar síðla í dag en umferð þar gekk ekki sem skyldi eins og fram kemur á vef stofnunarinnar. Fylgdarakstur verður þó í boði þessa leiðina eitthvað fram á kvöld.