Skip to main content

Óska eftir vitnum að lambsdrápi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. jún 2022 14:39Uppfært 09. jún 2022 14:46

Staðfest hefur verið að lamb, sem hamurinn fannst af í Fellum í byrjun vikunnar, hafi verið skotið. Lögreglan óskar eftir vísbendingum sem aðstoðað geta við rannsóknina.


Ábúendur á bænum Refsmýri í Fellum komu að tómu skinninu á túni neðan við bæinn á mánudag. Tveggja vikna gamalt lamb hafði verið skorið á hol og kjötið hirt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi barst henni tilkynning á þriðjudagsmorgun um málið. Í kjölfarið var skinnið sent dýralæknir til að meta hvernig lambið hefði drepist. Niðurstaða hans var að lambið hefði verið skotið.

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir að þar standi rannsókn málsins í dag. Engar vísbendingar séu um hverjir hafi verið að verki. Því er óskað eftir að hver sá einstaklingur sem hafi vitneskju um málið hafi samband við lögregluna á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..