Óska kauptilboða í gömlu Vínbúðina á Egilsstöðum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. des 2022 11:52 • Uppfært 02. des 2022 11:53
Tekin hefur verið ákvörðun um að selja rými það á jarðhæð Miðvangs 2-4 á Egilsstöðum sem lengi hýsti Vínbúðina á staðnum.
Um þetta má fræðast á vef Ríkiskaupa sem hefur formlega auglýst eftir tilboðum í eignina sem er vel staðsett á miðbæjarsvæði Egilsstaða en allar upplýsingar um eignina má einnig finna á vef stofnunarinnar.
Gagnrýni hafði komið fram, eins og Austurfrétt, greindi frá fyrir nokkru á hversu langan tíma það hefur tekið fyrir góða eign á hentugum stað að fara annaðhvort í leigu eða sölu en plássið hefur verið autt allar götur síðan Vínbúðin fluttist að Miðvangi 13 fyrir tæpum sjö mánuðum síðan.