Skip to main content

Óvissustig á vegum frá klukkan tíu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. feb 2023 09:29Uppfært 07. feb 2023 09:42

Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á fjallvegum á Austurlandi frá klukkan tíu. Appelsínugul viðvörun er nýgengin í gildi fyrir svæðið.


Viðvörunin tók gildi á Austurlandi að Glettingi klukkan níu en 9:30 á Austfjörðum. Gildistími hennar er fjórir klukkutímar fyrir hvort svæði.

Á þessum tíma er búist við sunnan og suðvestan 23-28 m/s og talsverðri snjókomu. Þá má búast við staðbundnum vindhviðum yfir 40 m/s. Fólki hefur verið bent á að tryggja lausamuni.

Vegagerðin lokaði í morgun vegunum yfir Vopnafjarðarheiði og Möðrudalsöræfi. Þá er óvissustig í gildi frá klukkan 10 – 14 á Vatnsskarði, Fjarðarheiði og Fagradal. Þótt til að mynda dalurinn sé enn greiðfær þá er viðbúið að vegirnir geti lokast með skömmum fyrirvara.