Skip to main content

Rannsaka tildrög banaslyss

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. jún 2022 11:37Uppfært 23. jún 2022 11:40

Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú tildrög þess að erlendur ferðamaður lést þegar hann varð fyrir lyftara á hafnarsvæðinu við Gleðivík á Djúpavogi á þriðjudag.


Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi er rannsókn atviksins í gangi en tjáir sig ekki nánar um framvindu málsins.

Um nokkurt skeið hafa verið áhyggjur af slysahættu í Gleðivík þar sem byggst hefur upp bæði þjónusta við fiskeldi og ferðamenn. Eggin í Gleðivík, listaverk Sigurðar Guðmundssonar, eru eitt helsta aðdráttarafl ferðafólks á staðnum en þar er líka aukin umferð tækja vegna fiskeldisins.

Samkvæmt frétt RÚV frá í gær hafði verið strengdur kaðall til að skilja að mismunandi umferð en hann lá niðri vegna vinnu þegar slysið varð í hádeginu á þriðjudag.

Sama dag valt vörubíll við Ormarsstaði í Fellum. Ökumaður var einn í bílnum. Hann slasaðist en ekki alvarlega. Svo virðist sem vegöxl hafi gefið sig.

Þar á undan var þjóðhátíðarhelgin róleg og tíðindalaus hjá lögreglunni á Austurlandi.