Rannsókn eldsvoðans í Vaski á lokastigum hjá lögreglu

Rannsókn lögreglu á tildrögum eldsvoðans sem gjöreyðilagði húsnæði Vasks á Egilsstöðum í september síðastliðnum er á lokametrunum.

Þetta staðfestir lögregla við Austurfrétt en rannsóknin hefur nánast frá upphafi beinst að tilteknum tækjabúnaði í því sem var þvottahús Vaska sem var í rými við hlið verslunar fyrirtækisins.

Eigendur Vasks vinna nú að því að opna verslunina að nýju á öðrum stað á Egilsstöðum en nokkurs konar tilraunaopnun var hjá fyrirtækinu rétt fyrir jólin og ráku þá margir inn nefið enda slíkrar verslunnar sárt saknað af mörgum. Gangi allt eftir gæti formleg opnun orðið með vorinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.