Rannsókn eldsvoðans í Vaski á lokastigum hjá lögreglu
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 01. feb 2023 09:26 • Uppfært 01. feb 2023 09:32
Rannsókn lögreglu á tildrögum eldsvoðans sem gjöreyðilagði húsnæði Vasks á Egilsstöðum í september síðastliðnum er á lokametrunum.
Þetta staðfestir lögregla við Austurfrétt en rannsóknin hefur nánast frá upphafi beinst að tilteknum tækjabúnaði í því sem var þvottahús Vaska sem var í rými við hlið verslunar fyrirtækisins.
Eigendur Vasks vinna nú að því að opna verslunina að nýju á öðrum stað á Egilsstöðum en nokkurs konar tilraunaopnun var hjá fyrirtækinu rétt fyrir jólin og ráku þá margir inn nefið enda slíkrar verslunnar sárt saknað af mörgum. Gangi allt eftir gæti formleg opnun orðið með vorinu.