Rarik þurfti að kaupa olíu til að kynda Seyðisfjörð

Rarik ohf. keypti yfir 240 þúsund lítra síðastliðinn vetur til að tryggja starfsemi fjarvarmaveitu félagsins á Seyðisfirði.

Þetta kemur fram í svari Rarik við fyrirspurn Austurfréttar.

Fjarvarmaveitur landsins kaupa skerðanlega orku til kyndingar. Hún var skert í byrjun desember í fyrra vegna lágrar vatnsstöðu í miðlunarlónum Landsvirkjunar. Meðal annarra notenda skerðanlegrar orku voru fiskimjölsverksmiður á Austfjörðum.

Skerðingunum var aflétt í apríl þegar staðan í miðlunarlónunum hafði batnað. Á þeim tíma sem orkan var skert voru bræðslurnar og fjarvarmaveiturnar keyrðar á olíu.

Á Seyðisfirði var fjarvarmaveitan keyrð á olíu frá 9. febrúar 5. apríl. Hún þurfti um 4.000 lítra af olíu, eða alls um 243 þúsund lítra.

Rarik hugðist leggja fjarvarmaveituna niður árið 2017 en því var frestað á meðan kannaðir væri aðrir kostir. Í síðasta mánuði var kynnt skýrsla sem sýndi að fáir kostir séu til staðar í stað fjarvarmaveitunnar í dag en hún sé ekki lengur hagkvæm.

Til stendur því að leggja hana af og aðstoða Seyðfirðinga við að skipta yfir í beina rafhitun. Framundan eru viðræður milli Rarik og Múlaþings um næstu skref. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.