Rekstur Fellabakarís í skoðun

Starfsemi Fellabakarís liggur niðri í dag. Verið er að athuga stöðuna en reksturinn hefur verið þungur um hríð.

Útibú bakarísins voru ekki opin um helgina né í morgun og viðskiptavinir, sem Austurfrétt hefur rætt við, hafa margir fengið þau svör að ekki sé hægt að afhenda vörur.

Þráinn Lárusson, eigandi bakarísins, segir í samtali við Austurfrétt að starfsemi Fellabaksturs liggi niðri og verið sé að skoða stöðuna. Ekkert leyndarmál sé að reksturinn hafi verið þungur í nokkurn tíma.

Endanleg ákvörðun liggi hins vegar ekki fyrir heldur sé verið að skoða framhaldið.

Mynd úr safni.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.