Rekstur Fellabakarís í skoðun
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 09. jan 2023 14:17 • Uppfært 09. jan 2023 14:21
Starfsemi Fellabakarís liggur niðri í dag. Verið er að athuga stöðuna en reksturinn hefur verið þungur um hríð.
Útibú bakarísins voru ekki opin um helgina né í morgun og viðskiptavinir, sem Austurfrétt hefur rætt við, hafa margir fengið þau svör að ekki sé hægt að afhenda vörur.
Þráinn Lárusson, eigandi bakarísins, segir í samtali við Austurfrétt að starfsemi Fellabaksturs liggi niðri og verið sé að skoða stöðuna. Ekkert leyndarmál sé að reksturinn hafi verið þungur í nokkurn tíma.
Endanleg ákvörðun liggi hins vegar ekki fyrir heldur sé verið að skoða framhaldið.
Mynd úr safni.