Reynir að fá áhugasama til að opna nýtt bakarí í Fellabæ

Halldór Jón Halldórsson, eigandi húsnæðisins að Lagarfelli 4 þar sem Fellabakarí var til húsa reynir nú að fá áhugasama til að koma á fót bakaríi í hluta hússins á nýjan leik.

Rekstur Fellabaksturs fór í þrot í síðasta mánuði og var allri starfsemi eðli máls samkvæmt hætt en enginn sýndi áhuga að taka við búinu í kjölfarið og reyna á nýjan leik. Þar með fékkst hvergi nýbakað brauð og bakkelsi á stóru svæði á Héraði og eina handverksbakaríið í næsta nágrenni á Reyðarfirði.

Aðspurður hvers vegna hann hafi óskað eftir áhugasömum til að keyra starfsemin í gang á nýjan leik segir Halldór að enn séu öll tæki við hendina í því sem áður var Fellabakstur og hann, eins og margir  fleiri, sakni þess að fá ekki ný brauð lengur.

„Þarna er allt til alls og auðvelt að fara að baka án mikils tilkostnaðar. Það eru ýmsir fletir á hvernig hægt er að gera þetta en best væri að sjá áfram lítið handverksbakarí og ekki síður að kaffihúsið opni að nýju. Þetta gæti jafnvel verið kjörið samstarfsverkefni fyrir nokkra aðila saman.“

Ekki hafði Halldór fengið fyrirspurnir til sín síðla í gærdag vegna þessa en áhugasamir geta forvitnast og jafnvel gert tilboð fram á mánudaginn kemur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.