Reynslan almennt góð en skoðanir skiptar um verndarsvæði í byggð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 03. mar 2023 13:52 • Uppfært 03. mar 2023 13:55
Djúpivogur var meðal fyrstu byggða landsins til að móta verndarsvæði í byggð. Slík svæði eru til skoðunar á Seyðisfirði, Egilsstöðum og Vopnafirði. Víða eru skiptar skoðanir á fyrirkomulaginu.
Lög um verndarsvæði í byggð voru afgreidd frá Alþingi fyrir tæpum áratug en verndarsvæðið á Djúpavogi var staðfest haustið 2017. Eftir því sem næst verður komist, samkvæmt umfjöllun í Austurglugganum í vikunni, er reynslan þar meira jákvæð en neikvæð
Íbúafundur um verndarsvæðið var haldinn nýverið. Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir að þar hafi komið ábendingar sem sveitarfélagið sé tilbúið að skoða.
En þótt reynsla á Djúpavogi þyki almennt ágæt eru skoðanir skiptar víðar þar sem hugmyndir um verndarsvæði hafa verið viðraðar. Þannig var slík hugmynd um elsta hluta Egilsstaða sett í bið fyrir sveitarstjórnarkosningarnar síðasta vor. Á verndarsvæðunum eru kvaðir um hvað má eða ekki í framkvæmdum og gagnrýndu íbúar að um of væri þrengt að þeim.
Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.