
Rúmum 57 milljónum úthlutað úr Uppbyggingarsjóði
57,2 milljónum var í dag úthlutað til 58 verkefna úr Uppbyggingarsjóði Austurlands. Hæsti styrkurinn að þessu sinni rennur til starfs Sköpunarmiðstöðvarinnar á Stöðvarfirði.Af styrkupphæðinni fara 27,7 milljónir til 29 menningarverkefna, 25 milljónir í 26 verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og loks fá þrjú verkefni samtals fimm milljónir í stofn- og rekstrarstyrki. Alls bárust 100 umsóknir upp á 198 milljónir í sjóðinn að þessu sinni. Heildarkostnaður verkefna er um 550 milljónir.
„Það dylst engum að Austurland er í sókn, en þessi sókn er varnarleikur og hefur verið það lengi. Íbúar á Austurlandi hafa ekki jafnt aðgengi að þjónustu, afþreyingu og hráefni og aðrir á landinu, því er það hlutverk hins opinbera að jafna þennan mun. Ein af mörgum aðgerðum í þá átt er Uppbyggingarsjóður Austurlands,“ sagði Unnar Geir Unnarsson, formaður úthlutunarnefndar í ávarpi sínu við úthlutunina á Eskifirði í dag.
„Engum dylst sá metnaður sem einkennir menningarstarf Austfirðinga. Fjölbreytnin, krafturinn og gæðin eru allt um kring og svo sannarlega til fyrirmyndar. Maður fær það einhvern vegin á tilfinninguna að það búi í raun miklu fleiri á Austurlandi miðað við alla þá virkni sem á sér stað í menningarlífi svæðisins,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Hæsti styrkurinn, 2,5 milljónir, rennur til starfs Sköpunarmiðstöðvarinnar á Stöðvarfirði. Leikhópurinn Svipir fékk 2,3 milljónir til að vinna nýtt barnaleikrit upp úr þjóðsögum og arfleifð Austurlands. Leikverkið verður sýnt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á næsta ári.
Sinfóníuhljómsveit Austurlands fékk 2,2 milljónir í tónleika með perlum kvikmyndatónlistar sem flutt ferða í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði. Þá fékk Stísa ehf. 2,1 milljónir til að bæta umhverfi, aðgengi gesta og sýnileika Hreindýragarðsins að Vínlandi í Fellum.
Umsækjandi | Verkefni | Styrkupphæð |
---|---|---|
Sköpunarmiðstöðin | Þróun Sköpunarmiðstöðvarinnar | 2.500.000 |
Svipir ehf. | Hollvættur á heiði - Nýtt barnaleikrit í Sláturhúsinu | 2.300.000 |
Sinfoníuhljómsveit Austurlands | Kvikmyndatónleikar | 2.200.000 |
Stísa | Uppbygging Hreindýragarðsins í Vínlandi | 2.100.000 |
LungA | Lunga sælan 2023 | 2.000.000 |
List í ljósi | List í ljósi 2023 | 2.000.000 |
Tandraorka | Markaðssetning og kynning á umhverfisvænni hitaveitu | 2.000.000 |
Fljótsdalskönglar | Drykkjarframleiðsla úr jurtum með áherslu á sjálfbæra notkun | 2.000.000 |
Jurt ehf. | Upplifunarferðamennska í tengslum við ræktun wasabi | 2.000.000 |
Tækniminjasafn Austurlands | Búðareyrin - saga umbreytinga | 1.900.000 |
Egunn ehf. | RIB bátsferðir á Borgarfirði | 1.500.000 |
Kaffibrennslan Kvörn | Kaffibrennsla í Sköpunarmiðstöðinni | 1.500.000 |
Sköpunarmiðstöðin | Aðstaða til vinílplötugerðar | 1.500.000 |
Urður Steinunn Önnudóttir Sahr | Valkyrja dansskóli | 1.400.000 |
Skaftfell | Laust mál | 1.200.000 |
Þorbjörg Ásbjörnsdóttir | Geitagott - þróun nýrra afurða og markaðssetning | 1.200.000 |
Tónlistarmiðstöð Austurlands | Upptakturinn á Austurlandi 2023 | 1.000.000 |
Hlín Pétursdóttir Behrens | Passíusálmar - ljóðahátíð, ævintýraóperan Mærþöll | 1.000.000 |
Ströndin Ateller | Ljósmyndadagar á Seyðisfirði | 1.000.000 |
Skaftfell | Listafræðsluverkefni | 1.000.000 |
Kammerkór Egilsstaðakirkju | Barokk að vori | 1.000.000 |
Menningarstofa Fjarðabyggðar | Listasmiðjur og listsýningar í Fjarðabyggð 2023 | 1.000.000 |
Skaftfell | Composition in Five Movements | 1.000.000 |
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs | Vor/Wiosna | 1.000.000 |
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs | Sumarsýning 2023 - Fyrirbæri | 1.000.000 |
Íris Birgisdóttir | Að breyta fjalli | 1.000.000 |
Hallormsstaðskóli | Sjálfbærnieldhúsið | 1.000.000 |
Hafdís Bára Óskarsdóttir | Vonarljós | 1.000.000 |
Blábjörg | Framleiðsla á þurrkuðm þara, dælubúnaður og markaðsáætlun | 800.000 |
Tækniminjasafn Austurlands | Viðskiptaáætlun | 750.000 |
Breiðdalsbiti | Nýr grunnur - Heimaslátrunar- og fullvinnsluaðstaða | 750.000 |
Herðubreið | Herðubíó | 750.000 |
Dusan Mercak | Austfirskar ævintýraferðir | 750.000 |
LungA-skólinn | Vöxtur á netinu | 750.000 |
Orgelhúsið - félagasamtök | Orgelkrakkahátíðir | 750.000 |
Kimi Emma Juliette Tayler | Brandarar og bendingar: gamanefni til að auka félagsvirkni | 700.000 |
Teresa Maria Rivarola | Að búa til draumaheima okkar | 650.000 |
Útgáfufélag Austurlands | Rafræn áskrift Austurgluggans | 600.000 |
Bláa kirkjan | Sumartónleikaröð 2023 | 600.000 |
Minjasafn Austurlands | Skapandi arfleifð | 600.000 |
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs | Jazztónleikaröð í Sláturhúsinu | 600.000 |
Torvald Gjerde | Tónlistarstundir 2023 | 600.000 |
Monika Frycova | Kiosk 108 | 600.000 |
Sköpunarmiðstöðin | Vefefni fyrir Atomic Analog | 500.000 |
Arctic Fun | Kajak- og hjólaferðir á Djúpavogi | 500.000 |
Helga Eyjólfsdóttir | Mosa Páls, prentaðir minjagripir | 500.000 |
Sinfóníuhljómsveit Austurlands | Starf sveitarinnar 2023 | 500.000 |
Gunnarsstofnun | Rithöfundalestin 2023 | 400.000 |
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi | Útgáfa ljóðabóka 2023 | 400.000 |
Antonía Bergþórsdóttir | Marmaraáhrif jöklaleirs | 400.000 |
Björg Þorvaldsdóttir | Stafabjörg - smáforrit til að æfa hljóð íslensku bókstafanna | 350.000 |
Halla Eiríksdóttir | Hönnun fyrir verslunar- og veitingahúsnæði á Hákonarstöðum | 300.000 |
Þórhalla Sigmundsdóttir | Markakippa | 300.000 |
Jón Haraldsson | Safn um sögu landpósta á Vopnafirði | 300.000 |
Apolline Alice Penelope Barra | Fiskisúpa - ljósmyndasósa | 300.000 |
Ferðaþjónustan Síreksstöðum | Hönnun vörumerkis, uppfærsla á heimasíðu og markaðsáætlun | 300.000 |
Sveinn Kristján Ingimarsson | Sumartónleikar Djúpavogskirkju | 300.000 |
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs | Ljósmyndasýning Jessicu Auer | 300.000 |