Rúmum 57 milljónum úthlutað úr Uppbyggingarsjóði

57,2 milljónum var í dag úthlutað til 58 verkefna úr Uppbyggingarsjóði Austurlands. Hæsti styrkurinn að þessu sinni rennur til starfs Sköpunarmiðstöðvarinnar á Stöðvarfirði.

Af styrkupphæðinni fara 27,7 milljónir til 29 menningarverkefna, 25 milljónir í 26 verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og loks fá þrjú verkefni samtals fimm milljónir í stofn- og rekstrarstyrki. Alls bárust 100 umsóknir upp á 198 milljónir í sjóðinn að þessu sinni. Heildarkostnaður verkefna er um 550 milljónir.

„Það dylst engum að Austurland er í sókn, en þessi sókn er varnarleikur og hefur verið það lengi. Íbúar á Austurlandi hafa ekki jafnt aðgengi að þjónustu, afþreyingu og hráefni og aðrir á landinu, því er það hlutverk hins opinbera að jafna þennan mun. Ein af mörgum aðgerðum í þá átt er Uppbyggingarsjóður Austurlands,“ sagði Unnar Geir Unnarsson, formaður úthlutunarnefndar í ávarpi sínu við úthlutunina á Eskifirði í dag.

„Engum dylst sá metnaður sem einkennir menningarstarf Austfirðinga. Fjölbreytnin, krafturinn og gæðin eru allt um kring og svo sannarlega til fyrirmyndar. Maður fær það einhvern vegin á tilfinninguna að það búi í raun miklu fleiri á Austurlandi miðað við alla þá virkni sem á sér stað í menningarlífi svæðisins,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Hæsti styrkurinn, 2,5 milljónir, rennur til starfs Sköpunarmiðstöðvarinnar á Stöðvarfirði. Leikhópurinn Svipir fékk 2,3 milljónir til að vinna nýtt barnaleikrit upp úr þjóðsögum og arfleifð Austurlands. Leikverkið verður sýnt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á næsta ári.

Sinfóníuhljómsveit Austurlands fékk 2,2 milljónir í tónleika með perlum kvikmyndatónlistar sem flutt ferða í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði. Þá fékk Stísa ehf. 2,1 milljónir til að bæta umhverfi, aðgengi gesta og sýnileika Hreindýragarðsins að Vínlandi í Fellum.

UmsækjandiVerkefniStyrkupphæð
Sköpunarmiðstöðin Þróun Sköpunarmiðstöðvarinnar 2.500.000
Svipir ehf. Hollvættur á heiði - Nýtt barnaleikrit í Sláturhúsinu 2.300.000
Sinfoníuhljómsveit Austurlands Kvikmyndatónleikar 2.200.000
Stísa Uppbygging Hreindýragarðsins í Vínlandi 2.100.000
LungA Lunga sælan 2023 2.000.000
List í ljósi List í ljósi 2023 2.000.000
Tandraorka Markaðssetning og kynning á umhverfisvænni hitaveitu 2.000.000
Fljótsdalskönglar Drykkjarframleiðsla úr jurtum með áherslu á sjálfbæra notkun 2.000.000
Jurt ehf. Upplifunarferðamennska í tengslum við ræktun wasabi 2.000.000
Tækniminjasafn Austurlands Búðareyrin - saga umbreytinga 1.900.000
Egunn ehf. RIB bátsferðir á Borgarfirði 1.500.000
Kaffibrennslan Kvörn Kaffibrennsla í Sköpunarmiðstöðinni 1.500.000
Sköpunarmiðstöðin Aðstaða til vinílplötugerðar 1.500.000
Urður Steinunn Önnudóttir Sahr Valkyrja dansskóli 1.400.000
Skaftfell Laust mál 1.200.000
Þorbjörg Ásbjörnsdóttir Geitagott - þróun nýrra afurða og markaðssetning 1.200.000
Tónlistarmiðstöð Austurlands Upptakturinn á Austurlandi 2023 1.000.000
Hlín Pétursdóttir Behrens Passíusálmar - ljóðahátíð, ævintýraóperan Mærþöll 1.000.000
Ströndin Ateller Ljósmyndadagar á Seyðisfirði 1.000.000
Skaftfell Listafræðsluverkefni 1.000.000
Kammerkór Egilsstaðakirkju Barokk að vori 1.000.000
Menningarstofa Fjarðabyggðar Listasmiðjur og listsýningar í Fjarðabyggð 2023 1.000.000
Skaftfell Composition in Five Movements 1.000.000
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs Vor/Wiosna 1.000.000
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs Sumarsýning 2023 - Fyrirbæri 1.000.000
Íris Birgisdóttir Að breyta fjalli 1.000.000
Hallormsstaðskóli Sjálfbærnieldhúsið 1.000.000
Hafdís Bára Óskarsdóttir Vonarljós 1.000.000
Blábjörg Framleiðsla á þurrkuðm þara, dælubúnaður og markaðsáætlun 800.000
Tækniminjasafn Austurlands Viðskiptaáætlun 750.000
Breiðdalsbiti Nýr grunnur - Heimaslátrunar- og fullvinnsluaðstaða 750.000
Herðubreið Herðubíó 750.000
Dusan Mercak Austfirskar ævintýraferðir 750.000
LungA-skólinn Vöxtur á netinu 750.000
Orgelhúsið - félagasamtök Orgelkrakkahátíðir 750.000
Kimi Emma Juliette Tayler Brandarar og bendingar: gamanefni til að auka félagsvirkni 700.000
Teresa Maria Rivarola Að búa til draumaheima okkar 650.000
Útgáfufélag Austurlands Rafræn áskrift Austurgluggans 600.000
Bláa kirkjan Sumartónleikaröð 2023 600.000
Minjasafn Austurlands Skapandi arfleifð 600.000
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs Jazztónleikaröð í Sláturhúsinu 600.000
Torvald Gjerde Tónlistarstundir 2023 600.000
Monika Frycova Kiosk 108 600.000
Sköpunarmiðstöðin Vefefni fyrir Atomic Analog 500.000
Arctic Fun Kajak- og hjólaferðir á Djúpavogi 500.000
Helga Eyjólfsdóttir Mosa Páls, prentaðir minjagripir 500.000
Sinfóníuhljómsveit Austurlands Starf sveitarinnar 2023 500.000
Gunnarsstofnun Rithöfundalestin 2023 400.000
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi Útgáfa ljóðabóka 2023 400.000
Antonía Bergþórsdóttir Marmaraáhrif jöklaleirs 400.000
Björg Þorvaldsdóttir Stafabjörg - smáforrit til að æfa hljóð íslensku bókstafanna 350.000
Halla Eiríksdóttir Hönnun fyrir verslunar- og veitingahúsnæði á Hákonarstöðum 300.000
Þórhalla Sigmundsdóttir Markakippa 300.000
Jón Haraldsson Safn um sögu landpósta á Vopnafirði 300.000
Apolline Alice Penelope Barra Fiskisúpa - ljósmyndasósa 300.000
Ferðaþjónustan Síreksstöðum Hönnun vörumerkis, uppfærsla á heimasíðu og markaðsáætlun 300.000
Sveinn Kristján Ingimarsson Sumartónleikar Djúpavogskirkju 300.000
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs Ljósmyndasýning Jessicu Auer 300.000

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.