Skip to main content

Runnið úr nokkrum vegköntunum í hlákunni

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. jan 2023 13:45Uppfært 04. jan 2023 13:45

Vatnsskemmdir hafa orðið á minnst fjórum stöðum á austfirskum vegum í hlákunni í gær og fyrrinótt. Engar skemmdir eru á yfirborði veganna en mælst til þess að ökumenn fari um með gát.


Runnið hefur úr veginum út með sunnanverðum Reyðarfirði, Vattarnesvegi, á tveimur stöðum og á milli Víkurgerðis og Eyrar í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Þá rann vatn yfir veginn við Strönd á Völlum í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru skemmdir á öllum stöðum minniháttar og byrjað var að gera við strax í gær. Engar skemmdir eru á yfirborði veganna en runnið hefur úr köntum. Vegfarendum er bent á að keyra með varúð meðan vegirnir eru styrktir.