Runnið úr nokkrum vegköntunum í hlákunni

Vatnsskemmdir hafa orðið á minnst fjórum stöðum á austfirskum vegum í hlákunni í gær og fyrrinótt. Engar skemmdir eru á yfirborði veganna en mælst til þess að ökumenn fari um með gát.

Runnið hefur úr veginum út með sunnanverðum Reyðarfirði, Vattarnesvegi, á tveimur stöðum og á milli Víkurgerðis og Eyrar í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Þá rann vatn yfir veginn við Strönd á Völlum í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru skemmdir á öllum stöðum minniháttar og byrjað var að gera við strax í gær. Engar skemmdir eru á yfirborði veganna en runnið hefur úr köntum. Vegfarendum er bent á að keyra með varúð meðan vegirnir eru styrktir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.