Skip to main content

Rýming langt komin - Myndir

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. mar 2023 12:50Uppfært 27. mar 2023 14:43

Rýmingu húsa á Seyðisfirði, vegna snjóflóðahættu, er lokið og hún langt komin í Neskaupstað, samkvæmt tilkynningu lögreglu.


Björgunarsveitarfólk hefur farið þar hús úr húsi og er að komast í þau síðustu. Fólk af rýmingarsvæðum, sem ekki hefur enn verið heimsótt, er beðið um að bíða átekt á heimilum sínum. Meira og minna ófært er um allan bæinn.

Um 160 hús eru rýmd í Neskaupstað. Þar féll snjóflóð á fjölbýlishús í morgun og olli eignatjóni en ekki alvarlegum meiðslum á fólki. Á Seyðisfirði eru rýmd um 30 hús. Þar hafa ekki fallið flóð.

Myndir: Landsbjörg

Snjoflod Nesk 20230327 1 Hlynur
Snjoflod Nesk 20230327 2 Hlynur
Snjoflod Nesk 20230327 Landsbjorg1
Snjoflod Nesk 20230327 Landsbjorg2
Snjoflod Nesk 20230327 Landsbjorg3
Snjoflod Nesk 20230327 Landsbjorg4
Snjoflod Nesk 20230327 Landsbjorg5
Snjoflod Nesk 20230327 Landsbjorg6
Snjoflod Nesk 20230327 Landsbjorg7
Snjoflod Nesk 20230327 Landsbjorg8
Snjoflod Nesk 20230327 Landsbjorg10
Snjoflod Nesk 20230327 Landsbjorg11
Snjoflod Nesk 20230327 Landsbjorg12
Snjoflod Nesk 20230327 Landsbjorg13
Snjoflod Nesk 20230327 Landsbjorg9
Snjoflod Nesk Thyrla Akm Web