Rýming langt komin - Myndir
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. mar 2023 12:50 • Uppfært 27. mar 2023 14:43
Rýmingu húsa á Seyðisfirði, vegna snjóflóðahættu, er lokið og hún langt komin í Neskaupstað, samkvæmt tilkynningu lögreglu.
Björgunarsveitarfólk hefur farið þar hús úr húsi og er að komast í þau síðustu. Fólk af rýmingarsvæðum, sem ekki hefur enn verið heimsótt, er beðið um að bíða átekt á heimilum sínum. Meira og minna ófært er um allan bæinn.
Um 160 hús eru rýmd í Neskaupstað. Þar féll snjóflóð á fjölbýlishús í morgun og olli eignatjóni en ekki alvarlegum meiðslum á fólki. Á Seyðisfirði eru rýmd um 30 hús. Þar hafa ekki fallið flóð.
Myndir: Landsbjörg