Skip to main content

Rýmingu aflétt af húsunum undir görðunum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. mar 2023 17:52Uppfært 28. mar 2023 18:00

Búið er að aflétta rýmingu af flestum þeim húsum sem standa í skjóli snjóflóðavarnargarða í Neskaupstað. Á Seyðisfirði fá íbúar í nokkrum húsum að snúa heim.


Þetta var ákveðið eftir fund almannavarna með Veðurstofunni nú síðdegis. Snjóflóðaeftirlitsfólk hefur í dag metið stöðuna í hlíðunum ofan Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Seyðisfjarðar eftir sem kostur er.

Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu á flestum þeirra húsa sem eru undir snjóflóðavarnargörðunum í Neskaupstað og nokkrum húsum á Seyðisfirði en engum á Eskifirði.

Um 500 manns þurftu í gær að rýma heimili sín í bæjunum þremur vegna snjóflóðahættu. Veðurstofan gaf í dag út gula viðvörun vegna mikillar snjókomu og skafrennings sem tekur gildi annað kvöld og stendur í sólarhring eða allan fimmtudaginn. Varað er við að vegna hennar kunni að koma til rýmingar að nýju.


Í Neskaupstað er rýmingu aflétt á húsum:
Urðarteig 2,4,6,8,10,12,12a,14,16,18,20,22,26,28,37a
Hlíðargötu 12,14,16,16a,18,22,24,26,28,32,34
Blómsturvelli 1a,1,3,5,7,9,11,13,15,17,21,25,27,33,35,37,39,41,43,45,47,49
Víðimýri 1,3,5,7,9,11,12

Á Seyðisfirði er rýmingu aflétt á Gilsbakka 1 og Hamrabakka 8 til 12.