Skip to main content

Skoða opnanir á vegum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. mar 2023 10:05Uppfært 30. mar 2023 10:19

Vegagerðin skoðar nú möguleikana á að opna veginn frá Norðfirði alla leið til Egilsstaða. Þeim var lokað vegna ofanflóðahættu í gærkvöldi. Íbúar eru beðnir um að huga að niðurföllum vegna spár um hláku í dag.


Verið er að skoða vegakaflanna í sitt hvoru lagi, annars vegar inn Fannardal að Norðfjarðargöngum, hins vegar Fagradal milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum á Austurlandi. Búist er við að úrkoma á svæðinu nái hámarki í dag. Þar sem útlit er fyrir að hún verði í rigningarformi eru íbúar beðnir um að huga að niðurföllum.

Aðgerðastjórn á Austurlandi fundar með Veðurstofu og almannavörnum klukkan ellefu. Íbúar beðnir um að huga vel að tilkynningum í fjölmiðlum, á vef almannavarna, Veðurstofu og Vegagerðar sem og á fésbókarsíðum lögreglu og sveitarfélaga.

Mynd: Vegagerðin