Skip to main content

Starfshópur um sjúkrahúsþjónustu í dreifbýli

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. feb 2023 14:26Uppfært 10. feb 2023 14:26

Austurland á tvo fulltrúa í starfshópi sem Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur skipað sem ætlað er að tryggja nauðsynlega mönnun sérhæfðs starfsfólk á sjúkrahúsum á Vestfjörðum og Austurlandi.


Verkefnið kallast „öflug sjúkrahús þjónusta í dreifbýli.“ Í tilkynningu ráðuneytisins segir að hópnum sé ætla að vinna tillögur um samvinnu, svo sem með formlegum samningum milli heilbrigðisstofnana landssvæðanna við Landsspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri auk ýmissa aðgerða til að halda úti nauðsynlegri bráðaþjónustu á svæðunum.

Landssvæðin eru valin vegna þeirrar sérstöðu sem fjarlægð í sérhæfðar bjargir skapar. Þess vegna verða skoðaðar lausnir sem einungir eru taldar eiga við í þessum heilbrigðisumdæmum og önnur svæði geta ekki gert tilkall til á sama hátt.

„Áhersla verður lögð á að nýta til verkefnisins fjármagn sem er fyrir hendi hjá hlutaðeigandi stofnunum en þó er gert ráð fyrir að einhverjar tillögur gætu kallað á aukið fjármagn. Meðal annars verður skoðað hvort unnt sé að leita eftir ýmsum styrkjum sem tengjast Byggðaáætlun eða sambærilegra verkefna,“ segir í tilkynningunni.

Austfirðingarnir í hópnum eru Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem tilnefndur er af henni og Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður Sveitarfélaga á Austurlandi sem skipuð ef af SSA.

Að auki eru í hópnum Tómas Þór Ágústsson, formaður frá Landsspítala, Helga Harðardóttir frá ráðuneytinu, Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, tilnefnd af Samtökum sveitarfélaga á Vestfjörðum – Vestfjarðastofu, Óskar Örn Óskarsson, tilnefndur af Félagi sjúkrahúslækna, Lovísa Agnes Jónsdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis, Gylfi Ólafsson, tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Ragnheiður Halldórsdóttir, tilnefnd af Sjúkrahúsinu á Akureyri.