Skip to main content

Stytt í veðurviðvörunum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. des 2022 15:49Uppfært 29. des 2022 15:50

Gildistími gulrar veðurviðvörunar fyrir Austfirði hefur verið styttur verulega. Fyrirséð er þó að vegurinn yfir Fagradal verði lokaður áfram.


Viðvörunin á nú að falla úr gildi klukkan níu í kvöld en áður átti hún að standa út nóttina.

Vegurinn yfir Fjarðarheiði var opnaður eftir hádegið í dag en vegurinn yfir Fagradal verður lokaður eitthvað áfram.

Ruðningsbíll var sendur af stað fyrir skömmu frá Reyðarfirði en þegar komið var upp í skriðurnar og Hrafnkambana var skyggnið orðið svo lítið að bílstjórinn sá á köflum ekki tönnina á bílnum.

Að auki er þar fastur vörubíll með tengivagn sem var að flytja rafstöð niður á Reyðarfjörð. Unnið er að því að losa hann og þarf það að klárast áður en hægt verður að gera aðra tilraun að því að opna fyrir almennri umferð.

Mynd: Unnar Erlingsson