Skip to main content

Þakplötur losnuðu á Stöðvarfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. feb 2023 18:05Uppfært 11. feb 2023 18:07

Þakplötur losnuðu á félagsheimilinu á Stöðvarfirði í hvassviðri sem gengið hefur yfir landið í dag.


Samkvæmt upplýsingum frá Fjarðabyggð fauk ein plata af húsinu. Strax var farið í að tryggja að ekki yrði frekara tjón af völdum foks af þakinu.

Þá fengust þær upplýsingar hjá Landsbjörgu að ekki hafi verið nein útköll vegna stormsins í dag.

Vindinum hafa fylgt talsverð hlýindi. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að mesti hiti á landinu í dag hafi mælst í Vestdal á Seyðisfirði eftir hádegi í dag, 14 gráður. Víða annars staðar eystra hefur hitinn farið yfir 10 gráður.

Mynd: Karitas Harpa Davíðsdóttir